We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Útitekin

by Birgir Hansen

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $7 USD  or more

     

1.
Púsl 02:45
Vaknaði við þorstann Og til að segja þér frá Hvað drifið hefur á götur mínar Vakin við neista Sem að ferðaðist frá Sólkerfin tengdust í stutta stund Og þá passaði allt Small allt saman Batt fyrir enda á trosnaðri á Og fyrir öllu fann Fyrsta brosið spann Öllu sem ég ann Fyrir því ég brann Og þá passaði allt Þetta passaði allt Eins og síðasta púslið Síðasta púslið sem datt
2.
Útundan 02:58
Fyrir utan gluggann Dregur til sín skugga Og dreymir um að lifa Finna til og þrá Dagdreyma og læra Reynir ekki að særa Í lífinu sem líður Líður ekki vel Útundan Útundan Tekinn eins og vetur Brostið bros upp setur Dreymir um að Finna til og þrá
3.
Fluga 04:20
Held ég gangi Gangi heim Uppí vindinn Niður að stein En ég get ekki En ég get ekki Ratað heim Ef einhverntímann þá verður það of seint Lítil fluga Á stein Gerir engum Engum mein En hún getur ey hún getur ey Ratað heim Ef einhverntímann þá verður það of seint Sumarið kom allt of seint Sumarið kom allt of seint Og við getum ey já við getum ey Ratað heim Ef einhverntímann þá verður það of seint
4.
Indæl borg 03:11
Indæl lítil borg Erfið er þín sorg En ef einhver leitar, finnur sá sami oft svar Svar við þessum dag Sem bjó til spurningar En ef að þú leitar, finnur sá sami oft svar Einhversstaðar er viskan falin á bakvið Döpur augu manns Sem Drauga hefur barist við Og séð alla borgina Indæl lítil borg Erfið er þín sorg Einhversstaðar er viskan falin á bakvið Döpur augu manns Sem Drauga hefur barist við Og séð alla borgina
5.
Allan daginn söng ég sönginn þinn Á morgun mun ég kveðja daginn Í horni veltast laufblöð, kuldinn drap Vindur blæs á móti, allt er svart Ísinn hefur kælt allt það sem brann Ég er blómið sem að sólin Aldrei fann Eftir vetur kærkomið er vor Reis úr dvala og tók mitt fyrsta spor Leit ég yfir land mitt fagra jörð Gefandi móðir, náttúran er svo hörð Ísinn hefur yfirgefið land Ég er blómið sem að sólin Síðan fann
6.
Að heiman 02:31
Hver vegur að heiman Er vegur heim Sagði skáldið og ekki lýgur það Hver þykjumst við vera Eins og grímuball Leggðu niður vopnin þín í dag Hver vegur að heiman Er vegur heim Og ég rata oftast rétta leið Hver sem við erum Og hvar sem er Þá er vegur okkar aldrei beinn Sveigir beygir Hver vegur að heiman Hver vegur að heiman Hver vegur að heiman
7.
Enginn veit 02:54
Bundin voru, beiskri trú Á báðum endum brotin brú Fána flaggað í hálfa stöng Tárvot ermi, nóttin löng Því það hliðrast allt sem staðfast er Enginn veit á undan sér Lúinn var, löng var för Saggalykt og gulnuð blöð Fúinn báturinn, situr þó enn Situr og bíður, Einn dag í senn Því það hliðrast allt sem staðfast er Ekkert veit á undan sér Sólin rís, sólin sest Gaf okkur dag, nýjan frest En hver erum við, að finnast allt fallt Eigna okkur jörðina, eigna okkur allt Því það hliðrast allt sem staðfast var Enginn sér fram til næsta dags
8.
Gott 03:05
Í ljóði var Lífspeki í orðum Orðsins undra haf Í djúpinu þau stóðu Í djúpinu þau stóðu Í djúpinu Allt breyttist skyndilega Og það var Virkilega gott að finna þig Ahhh Í djúpinu þau stóðu Í djúpinu þau Úr ljóði man Lífspeki í orðum Orðsins undra haf Við drifum yfir hjallann Við drifum yfir hjallann við drifum yfir Allt breyttist skyndilega Og það var Virkilega gott að finna þig Ahhh Í djúpinu við stóðum Í djúpinu við stóðum Í djúpinu við
9.
100 ár 02:30
Vindurinn feykti upp hurðinni sem að staðið hefur í 100 ár haustdagar, haustdagar um hásumar hafa staðið í yfir 100 ár Mikið hefur gengið á Hringsnérist, losnaði frá Sjálfum mér Frá þessu hér Frá sjálfum mér Heimurinn hringsnýst um lífið mitt Liðið hafa yfir 100 ár fjarlægðin, fjarlægðin við fjöllin þín Hefur talað meira en 100 orð Mikið hefur gengið á Hringsnérist, losnaði frá Sjálfum mér Frá þessu hér Frá sjálfum mér
10.
Útitekin 06:49
Fengum við að finna Til Neyðin kenndi að spinna Okkur í vil Vorsins blíða Syntum í sól Svo vaknaði Spurningaflóð Þig ég horfði á Á meðan vindar vorsins kysstu kinn Þér ég dáðist að Á meðan dagar lífs míns, fylltu heiminn minn Leyfðir mér að vera Til Leyfist okkur að byrja Uppá nýtt Vorsins blíða Syntum í sól Svo vaknaði Spurningaflóð Þig ég horfði á Á meðan vindar vorsins kysstu kinn Þér ég dáðist að Á meðan dagar lífs míns, fylltu heiminn minn
11.
Yfirstaðið 04:39
Sestu niður og Kastaðu, sparkaðu mæðinni Keyrslan var þér um of stansaðu, um stund, vertu kyrr Á vegi þínum, hefur lært svo mikið Bróðurpartur lífsins yfirstaðinn Að lokum leið að því Að morgunsárið kom Andartakinu kveið Vildi ekki vekja þig Á vegi okkar höfum lært svo mikið Bróðurpartur lífsins yfirstaðinn Þú veist hvar ég verð Ég verð hér, heima Með vindinum þú fórst Að heiman kveðju skila Á vegi okkar höfum lært svo mikið 
bróðurpart lífsins fyrir vikið

about

Hugmyndin að plötunni varð til snemma árs 2020 þar sem ég var með helling af lögum sem mig langaði að koma frá mér. Í júní var ég búinn að hljóðrita nánast heila plötu sjálfur þegar ég kynnist Sölva af einskærri tilviljun í tónastöðinni þar sem mig vantaði gítarstrengi. Við duttum í spjall og ákváðum í kjölfarið að hittast í smá spilerí. Þótti okkur spileríið skemmtilegt og hugmyndin um litlu plötuna sem ég ætlaði að framkvæma alveg sjálfur fékk nýtt líf. Eftir nokkra hittinga í júni með Sölva (trommur) bættist Snævar (bassi) inn í verkefnið og snemma í júlí kom Gunnar (rafmagnsgítar) inn. Við hittumst vikulega og þróuðum lögin í júlí og ágúst (þegar covid leyfði) og ákváðum svo að taka allt heila klabbið upp í lifandi flutning helgina 18. og 19. september.
Ég er ánægður og stoltur af útkomunni. Þetta var gert í einlægni og fannst okkur lifandi flutningur koma þessu best til skila.

Ég er gífurlega þakklátur fyrir alla aðstoðina og stuðningin frá fólkinu í kringum mig, Takk Karen Sif fyrir að vera endalaus uppspretta innblásturs, skilnings og þolinmæði. Takk Sölvi, Gunni og Snæi fyrir að fíla lögin mín og gera þetta að veruleika. Takk Sigurður Angantýsson fyrir hönnun á coveri.

Það gleður mig afskaplega mikið að platan sé komin út í kosmósinn og vona ég að þið njótið.

credits

released November 27, 2020

Lög og textar: Birgir Hansen

Birgir Hansen - Söngur, kassagítar, munnharpa og hljóðgervill
Gunnar Benediktsson - Rafmagnsgítar
Snævar Örn Jónsson - Bassi
Sölvi Steinn Jónsson - Trommur, slagverk og hljóðgervill

Upptökustjórn: Sölvi Steinn Jónsson
Hljóðblöndun og Hljómjöfnun: Sölvi Steinn Jónsson
Hönnun: Sigurður Angantýsson

Platan var hljóðrituð í 2F studio dagana 18. og 19. september 2020

license

all rights reserved

tags

about

Birgir Hansen Reykjavík, Iceland

contact / help

Contact Birgir Hansen

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Birgir Hansen, you may also like: